Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Voru það slæm 18 ár?

Ég skil ekki þessi rök Jóhönnu að Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að sitja í ríkisstjórn eftir kosningur af þeirri ástæðu að þeir eru búnir að vera í stjórn síðustu 18 árin. Ég skora á hvern sem er til að benda mér á annað 18 ára tímabil þar sem uppbygging landsins og þjóðarinnar hefur verið meiri heldur en síðustu 18 ár. Það er Sjálfsstæðisstefnan sem komið hefur Íslandi í fremstu röð (þá vitna ég í lista Sameinuðu Þjóðanna yfir þau lönd með hvað best búsetuskilyrði).

Aftur að þessum rökum Jóhönnu, ég heyrði önnur álíka góð rök um daginn þegar ég var að ræða við mann sem styður VG. Ég spurði hann einfaldrar spurningar, hvort hann væri hlynntur því sem núsitjandi ríkisstjórn hefur komið í verk, eftir öll loforðin um að gera eitthvað fyrir atvinnulíf, efnahagslíf og heimilin. Hann svaraði að bragði. "Jaaa ..þeir eru nú byrjaðir að vinna að vændismálunum ..það er nú mikilvægt".

Ég gat ekki rengt þennan mann um það, ekki er slæmt að vinna að þessum málum, hins vegar sagði ég setningu sem gerði þennan ágæta mann orðlausann.

"Er þetta forgangsröðunin hjá ykkur?!"

Nú heyrði ég Geir Haarde biðjast afsökunar á að hafa ekki haft dreyfða eignaraðild i bönkunum. Hér með kalla ég eftir sömu afsökunarbeiðni frá formönnum allra annara flokka!!! Það ætlar enginn að fara að reyna að segja mér það án þess að vera að ljúga, að sjálfstæðismenn voru ekki einvalda hér á landi, allir stjórnmálaflokkar voru sammála þessari aðgerð, en núna reynir Samfylkingin, á alveg einstaklega lágkúrulegann hátt, að kenna sjálfstæðismönnum um allt saman! Ég segi NEI við þessu ranglæti! Ég segi að stjórnmálamenn verða að fara að viðurkenna hluti sem sem þeir bera hluta ábyrgðar á og hætta að klína öllu frá sér! Ég vil draga fólkið sem kveðst vera saklaust til ábyrgðar! Mér finnst svo sorglegt að Íslendingar skuli vera svona fljótir að gleyma, að þeir skuli hafa gleymt allri ábyrgð vinstrimanna, að íslendingar láti eins og vinstrimenn hafi alltaf bara verið til hliðar án þess að hafa nokkurntímann sagt neitt ..en bíddu! Ef þeir sögðu ekki neitt, höfðu þeir þá einhverjar athugasemdir? voru þeir þá á móti þessu?

Það eru engar Gróusögur með "samstarf" Samfylkingarinnar og Baugsmanna og fleiri auðkýfinga/útrásarvíkinga. Á meðan Davíð Oddsson barðist hatrammlega gegn þessum mönnum þá voru þeir verndaðir af Samfylkingarmönnum. Þar bendi ég meðal annars á fjölmiðlafrumvarpið, þar sem Óli Grís (Samfylkingunni) notaði neitunarvaldið í fyrsta sinn í sögu forsetaembættisins, gagngert til verndar Jón Ásgeiri og félögum. Ef það hefði ekki gerst, hefði frumvarpið komist í gegn þá væri fjölmiðlar óháðir! Án allra afskipta samfylkingarinnar. Þetta fannst honum Óla (baugs)Grís ekki sniðug hugmynd.

Svona gæti ég haldið áfram í alla nótt en hef ákveðið að láta staðar nema hér þrátt fyrir að geta haldið áfram í alla nótt.

Upplýsum þjóðina!

Góða nótt.


mbl.is Jóhanna: Sjálfstæðismenn áfram á bekknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband