Nú detta mér allar dauðar lýs úr höfði!

Stjórnarflokkarnir búnir að sjá að sér hvað þetta var fáranleg hugmynd að fara að reyna að knýja fram stjórnarskrárbreytingar núna. Betra er seint en aldrei, núna loksins geta menn farið að gera eitthvað af viti og afgreitt mál sem gagnast þjóðinni núna. Það er auðvitað vitað mál að stjórnarskráin olli engu bankahruni og því reddar það engri kreppu að fara að breyti henni akkúratt núna. Aldrei hef ég talað á móti stjórnarskrárbreytingum sem slíkum en núna væri ég frekar til í að sjá t.d. Helguvíkurmálið fara í gegnum Alþingi. Það finnst mér synd að þeir flokkar sem töluðu hvað harðast gegn stjórnarskrár breytingum fyrir ekki lengra síðan en árið 2007 skuli hafa ætlað að henda fram einhverjum svokölluðum "lýðræðislegum breytingum" á þessari stundu þegar margt brýnna er af að taka er afar vitlaus forgangsröðun og skömm af því að nota frumvarpið sem hálfgerða kosningabaráttu og saka xD um málþóf til þess eins að vinna gegn þeim, eitthvað sem ætti svosem ekki að vera erfitt þegar allir fjölmiðlar standa með þeim og gegn xD.

Hvað varðar fjölmiðlana þá finnst mér vinnubrögðin þeirra með eindæmum einum. Er það svona rosalega mikið í tísku í dag að drulla yfir sjálfstæðisflokinn? Nokkra fréttatíma í röð var styrkjamálið á dagskrá hálfann fréttatímann, jú réttlátanlegt var það þar sem þetta er agalegt hneyksli sem á ekki að viðgangast í stjórnmálum, en hvað með Samfylkinguna? Hver lánaði þeim þessar 124 milljónir? af hverju er ekkert spurt að því? Og tekur enginn annar en ég eftir því hvað meirihluti styrkja samfylkingarinnar koma frá fyrirtækjum úr Baugs-eigu og Baugs-tengdu? Þetta er nú meiri englabaugurinn sem samfylkingarmenn hafa á sér í fjölmiðlum. Einnig má spyrja um skuldir R-listans og Jón Ólafsson.

Jæja ætli það sé ekki best að ganga bara í ESB í eitt skipti fyrir öll, þá batnar þetta allt saman. Einhverstaðar hef ég heyrt að blessað sambandið reddi öllu, ætli ég losni við flösuna við inngöngu? Maður spyr sig.


mbl.is Stjórnarskráin áfram á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Aðalmálið hjá stærstum hluta kjósenda er að mylja niður valdakerfi  Sjálfstæðisflokksins, sem byggir á spillingu og fjárhagslegri fyrirgreiðslu til útvaldra einstaklinga og fyrirtækja.

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.4.2009 kl. 23:51

2 Smámynd: Atli Víðir Arason

Ég ætla nú að mótmæla því að flokkurinn byggi á spillingu og fjárhagslegri fyrirgreiðslu  til útvaldra einstaklinga, flokkurinn byggir á sinni stefnu sem að grasrót flokksins aðhyllist þó að vissulega séu svartir sauðir innan flokksins því er ekki hægt að neita, en sjálfstæðisflokkurinn er enginn spillingarflokkur, við sjálfstæðismenn viljum ekki sjá vott af spillingu og ég ætla enn að kjósa hann því ég er handviss um að spillingu verði eytt með tilstilli nýrrar forystu og með þeirri von að öllum mygluðum eplum verði hent út, þetta hreinsunarverk er í fullum gangi, annað má segja um aðra flokka þar sem allir segjast vera svo saklausir og aldrei komið nálægt neinu varðandi útrás eða spillingu.

Atli Víðir Arason, 14.4.2009 kl. 23:58

3 identicon

Stjórnlagaþing er eitt mikilvægasta málið í dag.
Það verður að tryggja að valdasjúkir og spilltir stjórnmálamenn geti ekki haldið þjóðinni í gíslingu eins og gerst hefur síðustu ár.

Gæta verður þess að stjórnmálaflokkarnir og klíkur þeirra komi hvergi nærri Stjórnlagaþingi.
Stjórnmálaflokkur er eins og hvert annað félag sem berst fyrir ákveðnum hagsmunum eins og t.d. íþróttafélög, skákklúbbar, hundavinafélög etc.
Stjórnmálaflokkarnir hafa þannig ekkert með stjórnarskrána að gera. 

Stjórnlagaþing á að tryggja að hagsmunir þjóðarinnar séu settir í öndvegi en á ekki að vera hagsmunagæsla fyrir spillt stjórnmálaöfl.

Markmiðið er að semja stjórnarskrá sem tryggir lýðræði og jafnræði í þjóðfélaginu.

Jón (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 00:54

4 Smámynd: Atli Víðir Arason

Takk fyrir athugasemdina Jón.

Ég vil ítreka það að ég er ekki á móti stjórnarskránni. Tímasetningin finnst mér engu að síður mjög kjánaleg.

Hvað varðar stjórnlagaþingið þá held ég að það þurfi meiri umfjöllun, það er engin töfralausn þó að flokkakerfið sé ekki fullkomið. Eru ekki meiri líkur á að læknir fái gott kjör óflokkaháð heldur en verkamaður? Ljóst mál er að læknir er með mörghundruðþúsundi meira á mánuði en verkamaður, hvað þá öryrki eða annað slíkt. Þetta finnst mér vera mál sem mætti ræða betur því að talandi um öll þessi peningamál sem eru í eldlínunni þá yrði væntanlega opinbert hvað hver aðili verður styrktur um, en hvað með fé sem einstaklingarnir eiga? Féð er undirstaða þess að fólk geti auglýst sig og sinn málstað eins sorglegt og það er.

Ég hvet fólk til að líta ekki í einhverjar "töfralausnir" gagnrýnislaust.

Atli Víðir Arason, 15.4.2009 kl. 01:04

5 Smámynd: Atli Víðir Arason

Aðsakið, ég meinti að ég væri ekki á móti stjórnarskrárbreytingum ekki stjórnarskránni

Atli Víðir Arason, 15.4.2009 kl. 01:05

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sjálfsstæðisflokkurinn vill ekki að það verði sett í stjórnarskrá að aulindirnar verði sameign þjóðarinnar. Þetta frjálshyggjulið víll einkavinavæða þetta eins og fiskistofnana. Spilling??? Það eru alir flokkar spilltir. Því stærri sem flokkurinn er því meiri spilling. Varðandi Samfylkinguna og "styrkina" þá tóku fleiri eftir því. http://sailor.blog.is/blog/sailor/

Víðir Benediktsson, 15.4.2009 kl. 12:21

7 Smámynd: Atli Víðir Arason

Sæll Nafni.

Á landsfundi sjálfstæðismanna sat ég í Umhverfis og Auðlindanefnd. Þar var góð samstaða um það að vissar auðlindir mætti einkavæði með því höfðu til haga að ef um einhversskonar misnotkun eða auðsjáanlega eiginhagsmuni væri að ræða þá BÆRI ríkinu að grípa inní. Vil benda þér á að skoða hverjir stóðu með og hverjir á móti kvótakerfinu þegar það komst í lög á sínum tíma, þ.e.a.s. ef þú mannst það ekki. Hvað varðar stefnu sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum þá styð ég hana, ég er enginn kvótakerfissinni og auðvitað væri betra að hafa eitthvað betra kerfi þar sem spilling er ekki jafn gífurleg, ef þú kemur með einhverjar hugmyndir þá tek ég við þeim með opnum hug en þar sem engin hugmynd hefur komið fram sem er betri þá er best að halda sig við það sem við höfum og reyna að betrumbæta það.

Atli Víðir Arason, 15.4.2009 kl. 12:49

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ræðum kvótamálið við betra tækifæri. Það er margt sem þú veist ekki. Það hafa komið fram margar tillögur sem eru margfalt betri en það sem nú er í umferð. Pældu í því að 25 árum eftir að kvótakerfið var sett á hefur þoskafli minkað úr 450 þús tonnum í 130  þús. tonn. Það er eitthvað mikið að, er það ekki? Skal taka þig á námskeið um lífríki sjávar og gerspillt kvótakerfi sem var jú upphafið að bankahruninu og sjávarútvegur á Íslandi hefur aldrei verið eins skuldsettur og núna. Hann er gjaldþrota. Það varð ljóst mjög fljótlega eftir að þetta kerfi var sett á að það væri ónýtt.

Víðir Benediktsson, 15.4.2009 kl. 16:53

9 Smámynd: Atli Víðir Arason

Já gerðu það, ég viðurkenni það fúslega á mig að ég bara bölvaður bóndadurgur og það næsta sjávarútvegi sem ég hef komist er ein löndun

Atli Víðir Arason, 15.4.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband