Færsluflokkur: Bloggar

Æsifréttamennskan ....

Það finnst mér alveg ótrúlegt hvað fjölmiðlar eru orðnir sálarlausir, ég held að mbl sé eini miðillinn sem gat að einhverju leiti farið almennilega með þessa frétt, eyjan.is og pressan.is hafa sett sig í flokk með æsifréttamönnum og viðbjóðum, óþarfi að vera að skafa eitthvað af því.

Ég las þessa frétt samdægurs og þetta skeði á eyjunni, en það versta var sá fréttaflutningur, þar var af einhverjum ástæðum gefið upp númer bílsins, sem var einmitt með einkanúmer.

Hvers lags aumingjar eru fólk sem skrifar svoleiðis með í frétt um svona mál, sérstaklega í ljósi þess að það vita allir í þessu 2500 mann bæjarfélagi, Sauðárkróki, hver er með einkanúmer og hver ekki, að fólk á Króknum skuli hafa lesið um það hver lést og hver var gerandinn samdægurs á skítamiðli.

Á stað eins og Sauðárkróki geturðu alveg eins skrifað á netið kennitölu mannsins, heimilisfang og ættartengsl eins og að skrifa bílnúmerið, hvað þá þegar það er einkanúmer.

Ég mun aldrei aftur opna síðuna Eyjan.is í minni tölvu, það eitt er víst.

 


mbl.is Samfélag í sorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mottumars, slæm hugmynd?

Kannski slæm hugmynd þegar efri vörin er nú ekkert iðandi af lífi en ég fæ samt stig fyrir að reyna.

 

 

Kallinn er kominn með mottu í mars

Þó mestmegnis bölvaður hýjungur

Bölvuð sú vör eins og barnarass

Byrjandi víst eða síungur


mbl.is Mottur á allra vörum í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir þetta um skattlagninguna?

Það er greinilega eitthvað mjög mikið að þegar samgöngukostnaður er orðinn meiri en almenn neysla og húsnæði. Ef þetta er eitthvað landsmeðaltal, þá væri ég til í að vita hvernig þetta myndi hljóma útá landi þar sem ekki er aðgangur að samgöngum eins og strætó og fólk þarf alfarið að treysta á einkabílinn. Ég get ekki litið á það öðruvísi en að þessir okurskattar á olíu og bensín séu algjörir landsbyggðarskattar, vissulega á fólk á höfuðborgarsvæðinu bíla og margir þurfa að eiga þá, EN! þar hafa einstaklingar möguleika á að ferðast langar vegalengdir innanbæjar fyrir um 350 kall(að mig minnir).

Mér finnst það hálf ólíðandi að þegar olíuverði er haldið uppi, ásamt því hvað gengið okkar er slæmt, hvað ríkið tekur gríðarlega skattprósentu af mínum bensínkaupum þar sem ég bý útá landi og ÞARF að eiga einkabíl og nota hann til og frá vinnu. Síðustu tvær vinnur sem ég hef haft hafa verið 20 mín og 40 mín frá mínu heimili í akstri, sem auðvitað orsakast líka af því að vinnu er ekki að fá hvar sem er og auðvitað tekur maður allri vinnu, þó maður þurfi að leggja á sig akstur.

Ég get ekki varist því að verða hálfreiður við að sjá svona tölur ...þetta er of langt gengið að okkur á landsbyggðinni að hafa þessa olíuskatta svona háa.


mbl.is Samgöngur dýrari en húsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lengi getur vont versnað

Sé ekki að það verði skárra ástand við að skipta út öfga hægristjórn fyrir öfga trúarleiðtogastjórn.

Hef enga trú á að það geri ástandið í landinu skárra, ekki hefur það farið mikið betur með Íran að hafa íslamska stjórn, trúarleiðtogar eiga ekki að stjórna löndum.

Ég held að enginn geti séð kirkjuna fyrir sér stjórna Íslandi, og þó eru Lútherstrúarmenn langt frá því að vera jafn öfgafullir og Múslimar.


mbl.is Íslömsk stjórn taki við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki að verða fullmikið?

Ég á frekar erfitt með að samþykkja alla þessa fjármuni sem fara í stjórnlagaþingið, sérstaklega eftir allt þetta klúður hjá dómsmálaráðuneyti og landskjörsnefndinni, sérstaklega eftir að fram hefur komið að meiri fjármunum sé varið í þetta þing en í vegagerð.

Mér finnst nú þessar stjórnarskrárbreytingar koma á óheppilegum tíma þó ég sé alls ekki á móti breytingu hennar yfir höfuð, fyrir utan auðvitað hvað flestir fulltrúar stjórnlagaþingsins eru ekki með fullan skilning eða vitneskju um ákveðin málefni.

Þá hef ég helst tekið eftir því hvað meirihluti fulltrúanna vill að landið verði eitt kjördæmi og farið verði eftir persónukjöri. Ég tók nú þátt í kosningunni til þessa þings þó að það væri ekkert grín að finna sér 25 frambjóðendur af þeim rúmum 500 sem sóttur eftir þessum stöðum. Ég fór að velta fyrir mér þessari kosningaúrfærslu og sé svosem ekkert annað í stöðunni fyrir svona kosningu en að hafa eitt kjördæmi og persónukjör, EN ...ekki myndi ég vilja ganga í gegnum svona kerfi í alþingiskosningum.

Ég tók lauslega saman tölur úr síðustu alþingiskosningum. Þar voru 7 framboðslistar, í mínu kjördæmi 18 manns á hverjum lista, samtals í kjöri =  126.

Nú minnir mig að þingsæti fyrir utan jöfnunarsæti séu 54, það gerir samtals 756 (mjög lauslega reiknað) frambjóðendur á landinu, sem er umtalsvert hærri tala en þeir rúmir 500 einstaklingar sem buðu sig fram til stjórnlagaþings, þó vissulega myndi eflaust ekki allir þessir 756 bjóða sig fram til alþingis ef ekki væru stjórnmálaflokkar að baka þeim.

Hins vegar liggur það fyrir að tala frambjóðenda yrði væntanlega gríðarlega há eins og í kjöri til stjórnlagaþings. Ég tel þetta leiða tvennt af sér:

- Mjög dræma kjörsókn

- Engin nýliðun á alþingi, erfitt að kjósa einhvern einstakling sem maður þekkir ekki til og er ekki viss um pólitíska stöðu hans. Þar af leiðandi myndu gamlir flokksþingmenn eflaust fá afberandi gott kjör ásamt þjóðþekktu fólki á meðan venjulegir borgarar eins og ég og þú gætum aldrei náð að kynna okkur og okkar stefnumál án þess að fá háar fjárhæðir í styrki ....sem hafa nú ekki lagst mjög vel í þjóðina.

Niðurstaða: Þetta lýðræði sem boðað er með þessari aðferð snýst í andhverfu sína og elur á ólýðræði og því að venjulegir óþekktir borgarar mega éta það sem úti frýs!


mbl.is 12 milljóna kostnaður við stjórnlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonum að það endi ekki eins og hjá Liu Xiaobo

Ef svo færi að Wikileaks fengi þennan heiður þá gæti ég alveg búist við því að það endi eins og með Liu Xiaobo. Mér finnst alveg ótrúlegt hvernig vestræn stjórnvöld hafa komið fram við Assange og reynt að draga úr honum. Honum er haldið í stofufangelsi í Bretlandi með framsalsbeiðni frá Svíþjóð og Bandaríkjunum fyrir "afbrot" sem ég get nú ekki séð sem afbrot (að sofa hjá tveimur konum án þess að nota getnaðarvarnir).

Ég sé ekki muninn á því að halda manni í fangelsi fyrir mannréttindabaráttu eða fyrir það að hafa ekki framið neitt brot, eða eins og maðurinn sagði: enginn munur á kúk og skít.

Það versta er hræsnin í stjörnvöldum margra vesturlanda fyrir að fordæma Kínverja fyrir að halda mannréttindafrömuði í fangelsi á meðan þau sjálf halda mannréttindafrömuði inni fyrir engar sakir.

Og svo köllum við þetta siðmenntaðar þjóðir.

 


mbl.is Fær Wikileaks Nóbelinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheppin að hafa ekki verið á Íslandi

Er ekki Ísland orðið besta land heims fyrir hefðbundin afbrot? Ef einhver fremur nógu og gróft brot er séns á að þurfa að afplána dóm, sem ávallt er mjög stuttur og það eru öll nútíma þægindi í okkar fangelsum og í raun flest allt nema frelsi.
mbl.is Íslensk kona dæmd í Perú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei og seint að byrja ...aftur

Ætli maður verði ekki að taka sig saman í andlitinu og reyna að röfla aðeins meira á bloggheimum, enda er farið að telja í árum síðan ég skrifaði síðustu færslu.

 


Sláum skjaldborg fyrir heimilin!!

Merkilegt nokk.

Aldrei hef ég heyrt um þetta áður og vonast til að ég þurfi aldrei að heyra þetta aftur.

Forsjárhyggja? Kommúníska hugsjónin?

Já þetta eru hugtök sem Ögmundur unnir heitt.

Þetta á eftir að koma niðrá honum síðar meir, íslensk sælgætis-, gosdrykkja- og sætabrauðsframleiðsla er mjög mikil og í blússandi blóma. Jú auðvitað er sykur í óhóflegu magni óhollur en þetta er gróft skref, ásamt því að vera óhollur er hann undirstöðuefni fyrir líkamann.

Ég vissi að ég væri réttilega smeykur eftir úrslit kosninganna.

Alvarlega hræddur verð ég enn frekar ef það reynist satt sem ég heyri um meiri skattlagningu á tóbaki, áfengi og bensíni.

Hver er mesta undirstaða nútíma atvinnulífs? Jú það er mannafl ..en ég er ekki frá því að bensín/olía sé í öðru sæti, það á eftir að drepa niður atvinnulíf enn frekar að fara að stórauka útgjöld fyrirtækja vegna skyldukaupa á bensíni/olíu sem á eftir að verða enn dýrari komi einhverjar auka-skattlagningar á það.

Svo ég tali nú ekki um bjórinn!!


mbl.is Sykurskattur fyrir lýðheilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú detta mér allar dauðar lýs úr höfði!

Stjórnarflokkarnir búnir að sjá að sér hvað þetta var fáranleg hugmynd að fara að reyna að knýja fram stjórnarskrárbreytingar núna. Betra er seint en aldrei, núna loksins geta menn farið að gera eitthvað af viti og afgreitt mál sem gagnast þjóðinni núna. Það er auðvitað vitað mál að stjórnarskráin olli engu bankahruni og því reddar það engri kreppu að fara að breyti henni akkúratt núna. Aldrei hef ég talað á móti stjórnarskrárbreytingum sem slíkum en núna væri ég frekar til í að sjá t.d. Helguvíkurmálið fara í gegnum Alþingi. Það finnst mér synd að þeir flokkar sem töluðu hvað harðast gegn stjórnarskrár breytingum fyrir ekki lengra síðan en árið 2007 skuli hafa ætlað að henda fram einhverjum svokölluðum "lýðræðislegum breytingum" á þessari stundu þegar margt brýnna er af að taka er afar vitlaus forgangsröðun og skömm af því að nota frumvarpið sem hálfgerða kosningabaráttu og saka xD um málþóf til þess eins að vinna gegn þeim, eitthvað sem ætti svosem ekki að vera erfitt þegar allir fjölmiðlar standa með þeim og gegn xD.

Hvað varðar fjölmiðlana þá finnst mér vinnubrögðin þeirra með eindæmum einum. Er það svona rosalega mikið í tísku í dag að drulla yfir sjálfstæðisflokinn? Nokkra fréttatíma í röð var styrkjamálið á dagskrá hálfann fréttatímann, jú réttlátanlegt var það þar sem þetta er agalegt hneyksli sem á ekki að viðgangast í stjórnmálum, en hvað með Samfylkinguna? Hver lánaði þeim þessar 124 milljónir? af hverju er ekkert spurt að því? Og tekur enginn annar en ég eftir því hvað meirihluti styrkja samfylkingarinnar koma frá fyrirtækjum úr Baugs-eigu og Baugs-tengdu? Þetta er nú meiri englabaugurinn sem samfylkingarmenn hafa á sér í fjölmiðlum. Einnig má spyrja um skuldir R-listans og Jón Ólafsson.

Jæja ætli það sé ekki best að ganga bara í ESB í eitt skipti fyrir öll, þá batnar þetta allt saman. Einhverstaðar hef ég heyrt að blessað sambandið reddi öllu, ætli ég losni við flösuna við inngöngu? Maður spyr sig.


mbl.is Stjórnarskráin áfram á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband