Voru það slæm 18 ár?

Ég skil ekki þessi rök Jóhönnu að Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að sitja í ríkisstjórn eftir kosningur af þeirri ástæðu að þeir eru búnir að vera í stjórn síðustu 18 árin. Ég skora á hvern sem er til að benda mér á annað 18 ára tímabil þar sem uppbygging landsins og þjóðarinnar hefur verið meiri heldur en síðustu 18 ár. Það er Sjálfsstæðisstefnan sem komið hefur Íslandi í fremstu röð (þá vitna ég í lista Sameinuðu Þjóðanna yfir þau lönd með hvað best búsetuskilyrði).

Aftur að þessum rökum Jóhönnu, ég heyrði önnur álíka góð rök um daginn þegar ég var að ræða við mann sem styður VG. Ég spurði hann einfaldrar spurningar, hvort hann væri hlynntur því sem núsitjandi ríkisstjórn hefur komið í verk, eftir öll loforðin um að gera eitthvað fyrir atvinnulíf, efnahagslíf og heimilin. Hann svaraði að bragði. "Jaaa ..þeir eru nú byrjaðir að vinna að vændismálunum ..það er nú mikilvægt".

Ég gat ekki rengt þennan mann um það, ekki er slæmt að vinna að þessum málum, hins vegar sagði ég setningu sem gerði þennan ágæta mann orðlausann.

"Er þetta forgangsröðunin hjá ykkur?!"

Nú heyrði ég Geir Haarde biðjast afsökunar á að hafa ekki haft dreyfða eignaraðild i bönkunum. Hér með kalla ég eftir sömu afsökunarbeiðni frá formönnum allra annara flokka!!! Það ætlar enginn að fara að reyna að segja mér það án þess að vera að ljúga, að sjálfstæðismenn voru ekki einvalda hér á landi, allir stjórnmálaflokkar voru sammála þessari aðgerð, en núna reynir Samfylkingin, á alveg einstaklega lágkúrulegann hátt, að kenna sjálfstæðismönnum um allt saman! Ég segi NEI við þessu ranglæti! Ég segi að stjórnmálamenn verða að fara að viðurkenna hluti sem sem þeir bera hluta ábyrgðar á og hætta að klína öllu frá sér! Ég vil draga fólkið sem kveðst vera saklaust til ábyrgðar! Mér finnst svo sorglegt að Íslendingar skuli vera svona fljótir að gleyma, að þeir skuli hafa gleymt allri ábyrgð vinstrimanna, að íslendingar láti eins og vinstrimenn hafi alltaf bara verið til hliðar án þess að hafa nokkurntímann sagt neitt ..en bíddu! Ef þeir sögðu ekki neitt, höfðu þeir þá einhverjar athugasemdir? voru þeir þá á móti þessu?

Það eru engar Gróusögur með "samstarf" Samfylkingarinnar og Baugsmanna og fleiri auðkýfinga/útrásarvíkinga. Á meðan Davíð Oddsson barðist hatrammlega gegn þessum mönnum þá voru þeir verndaðir af Samfylkingarmönnum. Þar bendi ég meðal annars á fjölmiðlafrumvarpið, þar sem Óli Grís (Samfylkingunni) notaði neitunarvaldið í fyrsta sinn í sögu forsetaembættisins, gagngert til verndar Jón Ásgeiri og félögum. Ef það hefði ekki gerst, hefði frumvarpið komist í gegn þá væri fjölmiðlar óháðir! Án allra afskipta samfylkingarinnar. Þetta fannst honum Óla (baugs)Grís ekki sniðug hugmynd.

Svona gæti ég haldið áfram í alla nótt en hef ákveðið að láta staðar nema hér þrátt fyrir að geta haldið áfram í alla nótt.

Upplýsum þjóðina!

Góða nótt.


mbl.is Jóhanna: Sjálfstæðismenn áfram á bekknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Flott 18 ár hjá Íhaldinu sem mun færa landið aftur um áratugi þegar allt verður talið. Ég skil bara ekki svona blinda foringjadýrkun á Davíð Oddssyni sem er greinilega alveg að missa það. Það er hins vegar rétt að fjölmiðlafrumvarpið var slys og fært upp í hendur Jóns Ásgeirs og kó. Það afsakar bara ekki vinnubrögð sjálfstæðismanna við stjórn landsins. Þeir verða að líta í eigin barm og stunda sjálfsskoðun og mér heyrðist að það væri samþykkt á landsþinginu. Svo stóðu allir upp og klöppuðu fyrir Davíð eftir sóðalegustu ræðu stjórnmálamanns á síðari tímum. Duh!

Guðmundur St Ragnarsson, 29.3.2009 kl. 23:24

2 identicon

Davíð er nú gersamlega búinn að missa það, að líkja sjálfum sér við Jesús sem saklausum píslarvotti .. skulum ekki gleyma því að þetta er maðurinn sem kom Íslendingum á lista yfir viljugar þjóðir samþykkar Íraksstríðinu og spurði engan álits .. Varðandi það að vinstri stjórnarflokkarnir beri líka ábyrgð á verkum stjórnarinnar í sinni stjórnartíð þá er það nú ansi djúpt í árina tekið, ef það eru 40 manns í einum flokki með eina hugmynd og 23 með aðra skoðun, þá skiptir í raun og veru voða litlu máli hvað þessir 23 kjósa..

Pétur (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 23:39

3 Smámynd: Atli Víðir Arason

Já, ég er ekki að afneita ábyrgð sjálfstæðismanna, ég hef alltaf litið þetta mál gagnrýnum augum, en er einfaldlega orðinn langtímaþreyttur á því hvað sjálfstæðisflokknum er kennt um nákvæmlega allt saman. Ég vil einnig taka það fram að ég er ekki sjálfstæðismaður útaf því sem gerst hefur undanfarið, ekki útaf því að ég haldi að sjálfstæðisflokkurinn sé saklaus, heldur útaf því að þeirra stefna, hugsjón og sjónarmið hafa skilað landinu það langt, að ég hef fulla trú á að hún geri það aftur ..með stöku breytingum að vísu. Hvað varðar Davíð, þá hefur hann reyndar aldrei verið í hávegum hafður hjá mér þrátt fyrir að hann hafi nú reyndar verið það hjá meirihluta sjálfstæðismanna, en þessi ræða hans á landsfundinum var einstaklega góð, ekki góð frá pólitíkusi, þar sem hún var uppfull af skotum ..og húmor, en Davíð er heldur ekki pólitíkus lengur. Fréttamiðlarnir drógu samt alranga mynd upp af þessari ræðu. Þú sérð það að í heillangri ræðu skuli aðeins koma fram í fjölmiðlum örfáir punktar bendir eingöngu til þess að miðlar draga fram það sem fólk vill sjá, það sem er vinsælt. Ef að Davíð gerir eitthvað gott þá er það ekki vinsælt, fólk vill alltaf sjá slæmar fréttir um Davíð.

Atli Víðir Arason, 29.3.2009 kl. 23:46

4 identicon

Atli

Uppbygging landsins síðustu 18 ára er meiri en uppbygging hefur verið áður bæði hér sem og annarsstaðar og hefur það ekkert endilega með stjórnvöld viðkomandi landa að gera heldur einfaldlega þá þróun í hinum og þessum geirum.

Þá á ég við t.d. í tækni og þekkingu ýmiskonar.

Stefna og stjórn Sjálfstæðisflokksins hefur lítið með það að gera að Ísland er fullt af aðlindum og kláru fólki sem með aukinni tækni og þekkingu hefur fengið að blómstra síðustu ár. Stefnan gerði fyrirækjum hinsvegar kleift að vaxa sér um megn sem endaði með ósköpum.

Davíð Oddson söng vissulega útrásarsöng

http://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw

Og ekki má gleyma að hann var forsætisráðherran í stjórn þeirri sem einkavæddi bankana og setti regluvirkið í kringum þá.

Ég veit ekki alveg hvernig honum hefur tekist að fá almenning til að halda að hann hafi allan tíman barist gegn þessum mönnum.

Arnþór (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 23:48

5 Smámynd: Atli Víðir Arason

Pétur.

Vinstriflokkarnir lögðust ekki gegn einkavæðingunni. Það er staðreynd.

Annars þá kom ég inná þetta áðan með Davíð, að ég var staddur á ræðuhöldunum, þessi viðlíking hans var ekki gerð til að líkja sér við píslarvott (og þar með talið geðveikissjukling) heldur var hann að draga það fram að saklaus maður væri dreginn til saka (álitamál, ég veit) og að 2 heiðarlegir menn hafi verið dregnir með, ég þekki ekki til verka hinna tveggja bankastjóranna en allavega Davíð vildi meina það að þeir væri háheiðarlegir traustir menn. Við allavega getum litið í það að það er búið að ráða annan þeirra í norska seðlabankann, eitthað vit hlítur að vera í honum.

Atli Víðir Arason, 29.3.2009 kl. 23:51

6 Smámynd: Atli Víðir Arason

Arnþór.

Stefna sjálfstæðisflokksins er stórlega frábrugðin stefnu vinstriflokkanna að einu leiti sérstaklega. Vinstriflokkar vilja ríkisforhyggju, þeir vilja ekkert frelsi heldur standa þeir fyrir höftum. Sjálfstæðisstefnan er öðruvísi með það að hún byggast í meginatriðum á trausti á einstaklinginn og einstaklingsframtakið, sem er besta leiðin til að tryggja öruggt atvinnulíf og uppbyggingu landsins, ég meina ekki er ríkið í neinni nýsköpun að neinu ráði í atvinnu lífi, það byggist á einstaklingnum. Ríkisafskipti eru ekki af hinu góða nema upp að vissu marki og þá í gegnum eftirlitsstofnanir til að hafa lög og reglu á öllu (sem fór reyndar misvel í bankamálunum).

Atli Víðir Arason, 29.3.2009 kl. 23:57

7 identicon

Atli

Vill byrja á að taka fram að ég var ekki mótfallinn einkavæðingu bankanna, hefði viljað strangara regluvirki þó. En rétt skal vera rétt og það er að vinstri grænir lögðust gegn einkavæðingu bankanna. Það er staðreynd.

Arnþór (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 23:57

8 Smámynd: Atli Víðir Arason

Arnþór.

Ég gleymdi að svara því líka að ég veit að Davíð er enginn dýrlingur, síður en svo. Það tóku samt allir flokkar þátt í þessu. Davíð er ekki skárri að því leiti, en hann er ekki verri.

Atli Víðir Arason, 29.3.2009 kl. 23:59

9 identicon

Atli

Ætla að segja þetta gott í bili en enda með því að segja að við vitum báðir að stefna vinstriflokkanna hér á landi er ekki svo einföld að hægt sé að segja að hún hafni öllu frelsi. 

Arnþór (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 00:01

10 Smámynd: Atli Víðir Arason

Arnþór.

Já það er staðreynd að regluvirkið þurfti að vera betra. Það eru allir búnir að sjá út, og allir eru búnir að læra af. Einkavæðingin var samt ekki slæm, þetta er samt hárrétt hjá þér með regluvirkið, og engin einkavæðing má eiga sér stað aftur án þess að regluvirkið sé útpælt og eignaraðild dreyfð. Annars þá tek ég það á mig ef þetta var rangt með farið hjá mér með VG og einkavæðinguna og biðst afsökunar á því.

Atli Víðir Arason, 30.3.2009 kl. 00:03

11 Smámynd: Atli Víðir Arason

Arnþór.

Nei ég veit að sjálfsögðu að ekkert er það einfalt að hægt sé að skella því svona fram, engu að síður þá byggja þeir á of miklum höftum að mínu mati og veita ekki sömu tækifæri. Þakka annars fyrir áhugaverðar rökræður.

Atli Víðir Arason, 30.3.2009 kl. 00:05

12 identicon

Ók...thú segir ad Davíd sé ekki dýrlingur.  Er Davíd drullusokkur? Er Davíd naer thví ad vera dýrlingur en ad vera drullusokkur.  Eda er Davíd naer thví ad vera drullusokkur en thví ad vera dýrlingur?

Gerdu upp huga thinn madur:  Drullusokkur eda dýrlingur?

Nonni (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 00:53

13 Smámynd: Atli Víðir Arason

Sæll Nonni.

Hugur minn er full uppgerður.

Ég lít hvorki á hann sem dýrling né drullusokk, ég er ekki Davíðs-sinni, en ég er ekki Davíðs-hatari. Ég lít bara gagnrýnt á það sem hann hefur gert og þar er margt gott og margt slæmt.

Atli Víðir Arason, 30.3.2009 kl. 01:25

14 Smámynd: Héðinn Björnsson

Frumkvæðið að einkavæðingunni kom frá Sjálfstæðisflokknum og án stuðnings hans hefði hún aldrei orðið. VG var á móti, Samfylkingin lét til leiðast og Framsókn tók góða þóknun fyrir sinn þátt en frumkvæðið kom klárlega frá Sjálfstæðisflokknum og þá ekki síst frjálshyggjuliðinu í kringum Davíð. Þessarri stefnu hefur ekki verið breytt og stefnan er enn sú sama þótt fólkið hafi breyttst enda er það hin opinbera söguskoðun hjá Sjálfstæðisflokknum að það hafi verið fólkið og ekki stefnan sem hafi klikkað. Það er þess vegna sem hinir flokkarnir vilja ekki vinna með ykkur. Þið hafið ekki skipt um stefnu þrátt fyrir að hún valdi efnahagshruni og mun valda því að nýju fái hún að komast til framkvæmdar aftur í enn hreinni mynd.

Hvað varðar þessi 18 ár að þá voru þau víst slæm. Á þeim tíma var veðsett upp í topp öllum eigum Íslendinga, fyrst gegnum kvótakerfið og síðar gegnum bankana og lánin notuð til að búa til fáránlegt neyslustig af innfluttum lúxusvörum. Eftir 18 ára stjórn er iðnaðurinn farinn, fjármálakerfið hrunið og sjávarútvegur í molum. Öll árin frá lýðveldisstofnun og fram að valdatíma Davíðs var Ísland að auka eignir sínar og bæta hag sinn til lengri tíma en síðan hafa eignir landsins verið seldar eða veðsettar upp yfir topp. Meðan að stefnan hjá Sjálfstæðisflokknum er óbreytt er honum ekki treystandi fyrir landinu. Þið kunnið ekki að fara með peninga!

Héðinn Björnsson, 30.3.2009 kl. 06:03

15 Smámynd: Atli Víðir Arason

Hrafndís.

Takk fyrir það. Ég er einnig sammála þér með að vera á móti einkavæðingu í skóla- og heilbrigðiskerfinu.

Önnur athugasemd: Ekki voru það einungis tölur. Ekki gleyma uppgangi í t.d. Heilbrigðis- og menntakerfinu. Þessi listi Sameinuðu Þjóðanna sem ég bendi á nær yfir 3 liði. Heilbrigðiskerfi, menntunarkerfi og meðaltekjur. Ekki er ég þó að meina það að það hefði ekki gerst hefðu aðrir flokkar verið við völd, en sjálfstæðiflokkurinn gerði þó allavega vel í því.

Þriðja athugasemd: Komdu með rök, ég er einnig til í að ræða það.

Fjórða athugasemd: Jú vissulega voru fleiri landsmenn á móti þessu frumvarpi en með. Ein ástæða þess var að fólk vildi ekki þessa frelsisskerðingu og hugsaði ekki legra fram í tímann um hvernig þetta myndi enda. Þetta endaði ekki vel. Það hefði þó mátt vinna þetta frumvarp betur en það breytir því ekki að grunnhugmyndin að þessu frumvarpi er góð ..Dreyfð eignaraðild getur ekki verið að hinu slæma, það gerir fjölmiðla bara óháðari og þar af leiðandi trúverðugri. Annars jú þá er húmor í þessum seðlabankamannaskiptum.

Héðinn.

Það veit ég vel, ásamt þjóðinni að Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir einkavæðingunni og á hluta af ábyrgðinni í því sem gerðist út af þeirri ákvörðun, annars þá er það álitamál hvort þessi stefna virki eða ekki, ég er sannfærður um að hún virki ef umhverfið og lagaverkið er rétt. Annars er ég ekki sammála því að þessi stefna leiði til hruns, ekki erum við einsdæmi um einkavæðingu banka.

Hvað varðar seinni liðinn, þá finnst mér leiðinlega gleymt hverjir voru með kvótakerfinu og hverji á móti. Á móti kvótakerfinu voru sjálfstæðisflokkurinn og kvennaflokkurinn. Einnig skil ég ekki alveg hvað þú ert að fara með það að iðnaðurinn sé farinn, væri til í að fá rök fyrir þessari athugasemd ásamt hinum athugasemdunum.

Atli Víðir Arason, 31.3.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband