Hárrétt viðbrögð

Bjarni hefur sýnt hárrétt viðbrögð við þessu stórhneyksli, hann gerði það besta sem hann gat í sinni stöðu, að skila fjármununum og leita eftir því hverjir stóðu fyrir þessu.

Eitt er þó eftir, að þeir sem beri ábyrgð á allri þessari vitleysu segi af sér! Nauðsynlegt er að menn sýni vott af ábyrgð og losi flokkinn við þessa spillingu og þennan spillingarstimpil sem loðir við flokkinn.

 Ég styð Bjarna Ben í einu og öllu við að losa sjálfstæðisflokkinn við alla spillingu og fara að sinna þessari einstöku stefnu sem er ástæðan fyrir að ég styð þennan flokk.

Göngum hreint til verks Bjarni!

 


mbl.is Ekki kjörnir fulltrúar flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

wow, dúd... hvaða "einstöku stefnu" ert þú að tala um?

Hárréttu viðbrögðin voru að fylgja Gulla í að benda á fólkið sem Gulli bað um að safna fé fyrir flokkinn. Staðreyndin að Gulli BAÐ þá um að safna fé skiptir auðvitað engu, ekki rétt? Ég meina, þegar mafíuforinginn segir "take care of it", þá er það sem gerist ekkert honum að kenna er það?

Alveg rétt hjá þér samt að það þarf að losa flokkinn við alla þá spillingu sem hann er búinn að synda í undanfarin ár, besta leiðin til þess er að skrúbba burt alla sem voru í flokknum á undanförnum árum og fá inn nýtt fólk sem getur haldið áfram með óflekkað mannorð. 

Svo má rífast við gamla fólkið um ábyrgð þeirra á þessu öllu á meðan nýja fylkingin fær að gera sitt óáreitt. Bara að minna á að BB er einn af gamla fólkinu... 

Björn Leví Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 03:29

2 identicon

Björn Leví, ertu svona djúpvitur, eða bara grunnhygginn?

Þú ríður fremstur á meðal jafningja með sleggjudóma og staðhæfingar, en ekki frekar en aðrir í þinni meðreiðarsveit geturðu komið með neinar rökfærslur fyrir þínum auðvirðulega málflutningi!  Hafðu eilífa skömm fyrir!

Elías (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 04:12

3 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

ööö, Guðlaugur sagði sjálfur í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér að hann hefði beðið annað fólk um að safna þessu fé.

Bjarni er búinn að vera á þingi síðan 2003. Þau 5 ár þar sem "uppsveiflan" hefur verið sem mest og eftirlit þurfti einmitt að vera upp á sitt besta. Sem formaður allsherjarnefndar og fjármálanefndar frá 2003 - 2007 þá hefur maður nú eitthvað um það að segja.

Ekkert annað sem ég sagði krefst heimilda eða rökstuðnings, þannig að ég skil ekki sleggjudóma ásökunina.

Takk fyrir þinn dóm á það sem ég skrifa samt, áleit þessar heimildir sem ég hafði "almenna vitneskju" þessa dagana. Vona að þú skiljir núna hvað ég átti við.

Björn Leví Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 04:35

4 Smámynd: Atli Víðir Arason

Sæll Björn.

Ég er að tala um grunnstefnu sjálfstæðisflokksins sem að ég aðhyllist.

Þegar ég er að tala um að losa flokkinn við spillingu þá er ég að tala um að losna við fólk, ég vil að þeir ónafngreindu sem söfnuðu víst þessum styrkjum vinni aldrei fyrir flokkinn aftur ásamt Guðlaugi og Kjartani Gunnarssyni. Finnst mér samt of gróft að"losa sig við allt gamla fólkið" sjálfstæðiflokkurinn er ekki spilltur flokkur það eru aðeins fólk innan flokksins sem er spillt, þess kyns fólk á að rýna inní samviskuna og segja af sér.

Atli Víðir Arason, 10.4.2009 kl. 12:09

5 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Sæll Atli. Þegar ég segi "allt gamla fólkið" þá á ég við einmitt það fólk sem hafði eitthvað um málið að segja í öllu þessu dóti. Geri mér fullkomlega grein fyrir að auðvitað voru ekki allir sem höfðu eitthvað til málanna að leggja heldur voru þessir "saklausu vegfarendur" sem svo oft fylgja í svona málum.

Það sem er svo merkilegt er að grunnstefna xD er greinilega eitthvað sem hefur beðið þó nokkra hnekki í öllu þessu. Ég get ekki séð að það gangi að segja "ákveðin atriði í grunnmarkmiðum okkar eru greinilega gölluð en við ætlum samt ekki að breyta neinu, kjósið okkur og við gerum aftur nákvæmlega það sama og við gerðum áður".

Ég hef ekki heyrt um neinar grundvallabreytingar sem myndu koma í veg fyrir álíka spillingu og við erum nú að sjá.

Eitt sem Bjarni sagði var þó merkilegt, hann talaði um velferð... og þá velferð fjölskyldunnar. Þegar xD fer að tala um velferð yfirleitt þá fara bjöllur í gang því eina velferðin sem er í grunnstefnu xD er að frjáls og opinn markaður þýðir markaðsvelferð sem á einhvern vegin að yfirfærast í velferð fyrir alla.

Á þá að markaðsvæða fjölskyldurnar spyr ég (kjánalega) og hugsa, fyrst Bjarni sagði að það yrði að skera niður í opinberum framlögum til meðal annars mennta- og heilbrigðismála þá þýðir einkavæðing fjölskyldunnar væntanlega einkavæðing þess hluta markaðarins sem er fjölskyldunni næst. Í krafti "hagræðingar" væri menntakerfið og heilbrigðiskerfið einkavætt, sá hluti skatts lagður niður og fólk fengi sjálft að ráða hvar það setti þann pening. Halló USA.

Ekki misskilja mig, ég er mjög sammála markaðsfrelsi og því öllu. Það eru bara nokkrir geirar þar sem samfélagsábyrgðin verður að fá að ráða. Án heilsu, menntunar, menningar og samgagna/samskipta gætum við ekki kallað okkur Íslendinga (eitthvað með fjárhagslegt sjálfstæði er mikilvægt líka). Á þessum sviðum verðum við að hafa samfélagslega ábyrgð því ekki fáum við að kjósa yfirmenn okkar í einkafyrirtækjunum.

Smá "gróf" líking á kapítalisma og kommúnisma ... svona til þess að skerpa aðeins á hvað ég á við.

Í kommúnisma á ríkið, og þar af leiðandi fólkið, allt. Auðnum er dreift "jafnt" til allra af ríkinu (sem er lýðræðislega kosið ... þó sagan segi annað).
Í kapítalisma á fyrirtækið allt (samkvæmt "compound interest" þá endar með því að einn á allt). Fyrirtækið (yfirmenn) dreifir auðnum meðal starfsmanna sinna. Yfirmenn eru ekki kosnir á lýðræðislegan hátt af starfsmönnum.

Í grunneðli sínu þá er í raun enginn munur á kommúnisma og kapítalisma nema sögulegur munur. Sagan hefur sýnt okkur að spilling í kommúnisma leiðir til einræðis ... og svo virðist vera að sagan sé að sýna okkur það sama með kapítalisma, kaldhæðnislegt er það ekki?

Lærdómurinn sem við getum dregið af þessu er að það skiptir ekki miklu máli hvaða kerfi er notað svo lengi sem það getur glímt við spillingu. Umræðan um stjórnlagaþing og það allt er tilraun til þess að búa til kerfi sem getur það ... en hverjir neita að ræða svoleiðis mál? (gengur í báðar áttir btw)

Ég hafði viðbjóð á xD flokki DO... Geir reyndi en gat ekki bætt úr því, ég hafði trú á honum til þess en hendur hans voru of fast bundnar af ... einhverju. Ég er langt frá því að trúa að Bjarni geti gert betur en Geir þó að hendur hans séu kannski ekki eins bundnar, en ég skal þó viðurkenna að "opinberlega" er verið að stefna í rétta átt... vona bara að verkin fylgi.

Björn Leví Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband