Já, alvarlegt mál

Alvarlegt en nauðsynlegt mál, einn liðurinn í að gera þetta að hreinum og heiðarlegum stjórnmálaflokki. Gaman væri nú samt að sjá aðra flokka gera uppgjör við fortíðina, gaman væri að fá að vita hvort satt sé að Evrópusambandið styrki samfylkinguna og gaman væri að sjá bókhald hjá framsóknarmönnum, því miður vilja þessir flokkar sáralítið gefa upp, er hægt að kalla það uppgjör við fortíðina?
mbl.is Þingflokkur fundar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA8.4.2009 | 23:48 - vonandi sýnir Samfylkingin sitt bókhald með öllu t.d. Baugsgreiðslum sem og Jóns Ólafssonar "framlögin". Og Framsókn gerir það örugglega.ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA - TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG            KR. 5.000.- Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA. LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.4.2009 kl. 13:01

2 Smámynd: Atli Víðir Arason

Já, Þakka þér fyrir þetta Ólafur, það er kannski að maður fari að taka þátt í þessu, þ.e.a.s. ef flokkurinn gerir það sem ég vil helst af öllu að hann geri, hreinsi betur út og djúphreinsi flokkinn, þá er ég til í að styrkja hann.

Atli Víðir Arason, 10.4.2009 kl. 13:08

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Veit lítið um fjármál annarra flokka nema L-listans á Akureyri. Hitt veit ég þó að þetta mál er það subbulegasta sem ég hef orðið viti að í íslenskum stjórnmálum. Vonandi gera allir flokkar hreint fyrir sínum dyrum. Talsvert síðan ég skrifaði um það á síðunni minni að fjármál flokkanna yrðu rannsökuð um leið og bankahrunið. Nú hefur maður hlustað og horft og hlustað á hvern angurapann af fætur öðrum þvo hendur sínar og þykjast ekkert vita eða hafa komið nálægt. Það er ekki síður ósvífið að láta alla þessa lygaþvælu fylgja í kjölfarið. Sem betur fer er þó heiðarlegt fólk þarna innan um og skrif Daggar Pálsdóttur eru henni til sóma. það er einum of billegt að fórna Geir einum og ætlast til að þar með sé málinu lokið.

Víðir Benediktsson, 10.4.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband