Er þetta ekki að verða fullmikið?

Ég á frekar erfitt með að samþykkja alla þessa fjármuni sem fara í stjórnlagaþingið, sérstaklega eftir allt þetta klúður hjá dómsmálaráðuneyti og landskjörsnefndinni, sérstaklega eftir að fram hefur komið að meiri fjármunum sé varið í þetta þing en í vegagerð.

Mér finnst nú þessar stjórnarskrárbreytingar koma á óheppilegum tíma þó ég sé alls ekki á móti breytingu hennar yfir höfuð, fyrir utan auðvitað hvað flestir fulltrúar stjórnlagaþingsins eru ekki með fullan skilning eða vitneskju um ákveðin málefni.

Þá hef ég helst tekið eftir því hvað meirihluti fulltrúanna vill að landið verði eitt kjördæmi og farið verði eftir persónukjöri. Ég tók nú þátt í kosningunni til þessa þings þó að það væri ekkert grín að finna sér 25 frambjóðendur af þeim rúmum 500 sem sóttur eftir þessum stöðum. Ég fór að velta fyrir mér þessari kosningaúrfærslu og sé svosem ekkert annað í stöðunni fyrir svona kosningu en að hafa eitt kjördæmi og persónukjör, EN ...ekki myndi ég vilja ganga í gegnum svona kerfi í alþingiskosningum.

Ég tók lauslega saman tölur úr síðustu alþingiskosningum. Þar voru 7 framboðslistar, í mínu kjördæmi 18 manns á hverjum lista, samtals í kjöri =  126.

Nú minnir mig að þingsæti fyrir utan jöfnunarsæti séu 54, það gerir samtals 756 (mjög lauslega reiknað) frambjóðendur á landinu, sem er umtalsvert hærri tala en þeir rúmir 500 einstaklingar sem buðu sig fram til stjórnlagaþings, þó vissulega myndi eflaust ekki allir þessir 756 bjóða sig fram til alþingis ef ekki væru stjórnmálaflokkar að baka þeim.

Hins vegar liggur það fyrir að tala frambjóðenda yrði væntanlega gríðarlega há eins og í kjöri til stjórnlagaþings. Ég tel þetta leiða tvennt af sér:

- Mjög dræma kjörsókn

- Engin nýliðun á alþingi, erfitt að kjósa einhvern einstakling sem maður þekkir ekki til og er ekki viss um pólitíska stöðu hans. Þar af leiðandi myndu gamlir flokksþingmenn eflaust fá afberandi gott kjör ásamt þjóðþekktu fólki á meðan venjulegir borgarar eins og ég og þú gætum aldrei náð að kynna okkur og okkar stefnumál án þess að fá háar fjárhæðir í styrki ....sem hafa nú ekki lagst mjög vel í þjóðina.

Niðurstaða: Þetta lýðræði sem boðað er með þessari aðferð snýst í andhverfu sína og elur á ólýðræði og því að venjulegir óþekktir borgarar mega éta það sem úti frýs!


mbl.is 12 milljóna kostnaður við stjórnlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband