14.5.2011 | 21:27
Æsifréttamennskan ....
Það finnst mér alveg ótrúlegt hvað fjölmiðlar eru orðnir sálarlausir, ég held að mbl sé eini miðillinn sem gat að einhverju leiti farið almennilega með þessa frétt, eyjan.is og pressan.is hafa sett sig í flokk með æsifréttamönnum og viðbjóðum, óþarfi að vera að skafa eitthvað af því.
Ég las þessa frétt samdægurs og þetta skeði á eyjunni, en það versta var sá fréttaflutningur, þar var af einhverjum ástæðum gefið upp númer bílsins, sem var einmitt með einkanúmer.
Hvers lags aumingjar eru fólk sem skrifar svoleiðis með í frétt um svona mál, sérstaklega í ljósi þess að það vita allir í þessu 2500 mann bæjarfélagi, Sauðárkróki, hver er með einkanúmer og hver ekki, að fólk á Króknum skuli hafa lesið um það hver lést og hver var gerandinn samdægurs á skítamiðli.
Á stað eins og Sauðárkróki geturðu alveg eins skrifað á netið kennitölu mannsins, heimilisfang og ættartengsl eins og að skrifa bílnúmerið, hvað þá þegar það er einkanúmer.
Ég mun aldrei aftur opna síðuna Eyjan.is í minni tölvu, það eitt er víst.
Samfélag í sorg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eyjan og DV eru þeir miðlar sem veltasér upp úr ógæfu annara..=sora miðlar.
Vilhjálmur Stefánsson, 14.5.2011 kl. 21:32
Sammála.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 14.5.2011 kl. 23:56
Gæti ekki hafa orðað þetta betur sjálfur.
Sigurbjörn Arnar Jónsson (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.