15.5.2009 | 21:46
Sláum skjaldborg fyrir heimilin!!
Merkilegt nokk.
Aldrei hef ég heyrt um þetta áður og vonast til að ég þurfi aldrei að heyra þetta aftur.
Forsjárhyggja? Kommúníska hugsjónin?
Já þetta eru hugtök sem Ögmundur unnir heitt.
Þetta á eftir að koma niðrá honum síðar meir, íslensk sælgætis-, gosdrykkja- og sætabrauðsframleiðsla er mjög mikil og í blússandi blóma. Jú auðvitað er sykur í óhóflegu magni óhollur en þetta er gróft skref, ásamt því að vera óhollur er hann undirstöðuefni fyrir líkamann.
Ég vissi að ég væri réttilega smeykur eftir úrslit kosninganna.
Alvarlega hræddur verð ég enn frekar ef það reynist satt sem ég heyri um meiri skattlagningu á tóbaki, áfengi og bensíni.
Hver er mesta undirstaða nútíma atvinnulífs? Jú það er mannafl ..en ég er ekki frá því að bensín/olía sé í öðru sæti, það á eftir að drepa niður atvinnulíf enn frekar að fara að stórauka útgjöld fyrirtækja vegna skyldukaupa á bensíni/olíu sem á eftir að verða enn dýrari komi einhverjar auka-skattlagningar á það.
Svo ég tali nú ekki um bjórinn!!
Sykurskattur fyrir lýðheilsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.