30.3.2009 | 15:27
"Gildran" en ekki Zetan
Er hægt að kalla þetta óháðann miðil? Ég leyfi mér að gagnrýna þessa þáttastjórnendur harðlega vegna hlutdrægni.
Sjaldan hef ég séð önnur eins vinnubrögð hjá fréttamiðli að reyna að draga fram allt það slæma í bakgrunni þessa manns, óforskammanlegt að reyna að setja þennan mann við sama pallborð og útrásarvíkinga þrátt fyrir að hann hafi jú fæðst með silfurskeið.
Gerir það hann að slæmum stjórnmálamanni að hafa silfurskeið í kokinu? Það er ekki eins og hann sé eindæmi í stjórnmálum uppá það að gera.
Þetta var síðasti Zetu þáttur sem ég horfi á.
Takk fyrir.
Þarf að auka tekjutengingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei, það gerir hann ekki endilega slæman stjórnmálamann því hann fæddist með silfurskeiðina í munninum. Meira það sem hefur verið viðloðandi við sjálfstæðisflokkinn, það er einkahagsmunagæsla og einkapot.
Það sem fréttamaðurinn var að tala um og reyna að fá frá honum, er hvort hann hafi verið þátttakandi í fjárglæfrarstarfsemi útrásarvíkinganna (hefði reyndar getað gert þetta betur). En það er ekki von um að menn segi; jú ég er sekur, ekki kjósa mig!!
Það þarf auðvitað að rannsaka þessi mál í kjölin til að komast að hinu sanna. Ég er ekkert viss um að aðrir stjórnmálaflokkar hafi gert betur eða menn í öðrum stjórnmálaflokkum.
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 31.3.2009 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.