9.4.2009 | 02:23
Spurning hvort að aðrir séu saklausir
Ekki líkaði mér vel við svör Sif og Árna. Þau voru agalega loðin, sérstaklega hjá Sif, allt var þetta hálfklaufalegt hjá henni í sambandi við þessi mál. Þó ósiðlegt hafi verið að taka við öllum þessum fjármunum þá er einnig ósiðlegt að vilja ekki gefa upp neitt, sérstaklega þegar þetta eru flokkar sem eiga í hlut sem hafa gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn fyrir að hafa tekið við þessu.
Að öðru leiti er ég mjög ánægður með að Bjarni Ben hafi skilað þessu, þó kannski hafi ekki margt annað verið í stöðunni.
Geir segist bera ábyrgðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvelt að bera ábyrgð, þegar maður er hættur. HALLÆRISLEGT
Einhver (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 04:40
heh, væri gaman að sjá hversu mikla ábyrgð Geir vill bera á þessu máli ef það fer í einhvers konar sakaferli. Ef það er hægt að túlka þessa "styrki" sem mútur, þá voru félögin að múta hvorki meira né minna en forsætisráðherra Íslands ... sem þáði það fé.
Hversu stórt mál er það þá?
Björn Leví Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 03:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.