10.4.2009 | 12:38
Já þetta eru svoddan brandarakallar hjá samfylkingunni.
Ekki hef ég séð neinn mun eftir að samfylkingin og vg mynduðu þessa minnihlutastjórn, ekki nema það að Dabbi er farinn og krónan er búin að lækka um 10%. Samfylkingin er alveg einstaklega góð í því að tala, segjast hafa gert margt fyrir heimilin og efnahagslífið, en hvað eru þau búin að gera? Mögulega hefur eitthvað gerst sem hjálpar einhverjum en svo lítið brot af þjóðinni er of slakur árangur, þörf er á einhverju róttækara. Þegar ég tala um róttækt þá er ég ekki að tala um stjórnarskrárbreytingar.
En af hverju að breyta stjórnarskránni? Hún er jú orðin úrelt og margt sem má bæta í henni um mörg mál, aldrei hef ég talað gegn breytingum á stjórnarskránni, en af hverju núna? af hverju að fara í gegnum þetta allt nú þegar svo margt annað bíður í þinginu, stjórnarskrárbreytingarnar eru breytingar sem skiptir engu máli þó að verði beðið með frammí mai. Einnig vil ég benda á nokkrar góðar setningar sem komu fram þegar reynt var að breyta stjórnarskránni 2007.
Ögmundur Jónasson: Stjórnarskránni á ekki að breyta í þeim tilgangi að afla kjörfylgis í aðdraganda kosninga. [...] Það er grundvallaratriði að um stjórnskipan þjóðarinnar ríki stöðugleiki, sátt og festa.
Össur Skarphéðinsson: Stjórnarskráin er grunnlög lýðveldisins og það er mikilvægt að um þau sé fjallað af mikilli ábyrgð og það sé reynt að ná sem breiðastri og víðtækastri samstöðu um þau mál.
Kolbrún Halldórsdóttir: Eins og ég sagði finnst mér þetta vera óðagot og mér þykir það mjög miður því að hér er verið að fjalla um afar víðtækt og mikilvægt mál sem ég held að þjóðin verðskuldi að fái betri umfjöllun um en hér virðist eiga að fást.
Steingrímur J. Sigfússon: En ég bara trúi því ekki að menn ætli að bera það á borð að örvæntingin í stjórnarherbúðunum, sem myndaðist á fáeinum sólarhringum fyrir og um flokksþing Framsóknarflokksins, sé gjaldgeng ástæða til þess að standa svona að málum, að umgangast stjórnarskrá og vandasöm viðfangsefni þar með léttúð af þessu tagi. Ég læt segja mér það þrisvar að menn ætli í raun og veru að gangast við því að slíkt sé verjanlegt og réttlætanlegt og fara þá leið allar götur til enda.
Aðrir ráðherrar voru ýmist ekki á þingi eða tjáðu sig ekki um málið.
Hræsni? Já það er gott orð yfir þetta. Greinilegt er að þetta fólk er á móti breytingum rétt fyrir kosningar, nema um þau sé að ræða, þetta er það mikil hræsni að ég á erfitt með að komast yfir þetta.
Einn stór munur liggur þó á þessum breytingatillögum og tillögunum 2007, það fékkst ekki samstaða 2007 svo það var einfaldlega fellt frá, nú vilja vinstriflokkarnir keyra þetta í gegn án samstöðu allra flokka! og skilja þingið eftir í heljargreipum þess vegna. Og síðan er skuldinni skellt á Sjáfstæðisflokkinn eins og svo oft áður, vinstriflokkarnir nota sjálfstæðisflokkinn sem einhverkonar skjöld.
Að tvisvar sinnum hafi verið fellt frá tillaga um að klára Helguvík og greiðsluaðlögunina áður en stjórnarskrárfrumvarpið fer í gegn er fáranlegt! Ég skil ekki hvað er í gangi uppí hausum þessara vinstri manna en reyni einhver útskýra það fyrir mér vinsamlegast, ótrúleg hræsni að reyna að nota stjórnarskrárfrumvarpið til að reyna að fá fylgi og hrifsa fylgi frá XD með að kenna þeim um að hafa stöðvað þingið, vinstriflokkarnir eru að því sjálfir.
Ég er í nettu áfalli yfir þessum skrípalátum.
Takk fyrir.
Njótum góðra verka ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.